Skydigital.is: Sýslumaður mátti hafna lögbanni og SMÁÍS greiði málskostnað
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 17. október sl. þar sem kröfu SMÁÍS-Samtaka myndrétthafa á Íslandi er hafnað. SMÁÍS hafði krafist þess að að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Keflavík þann 10. ágúst 2007 í lögbannsmáli á hendur Pétri Péturssyni í Reykjanesbæ fyrir það að hann selji og/eða hafi milligöngu um sölu á áskrift að bresku sjónvarpsstöðinni British Sky Broadcasting (Sky) til aðila búsettra á Íslandi til notkunar á Íslandi. Þar hafnaði Sýslumaðurinn í Keflavík lögbanni á hendur Pétri Péturssyni og skydigital.is í Reykjanesbæ.
SMÁÍS krafðist þess að Sýslumanninum í Keflavík yrði gert að leggja lögbann við því að Pétur Pétursson seldi eða hefði milligöngu um sölu á áskrift að sjónvarpsstöðinni Sky til manna búsettra á Íslandi til notkunar hér á landi. Í beiðni SMÁÍS er greint frá því að hann gæti réttinda rétthafa myndefnis hér á landi og hafi ýmis hagsmunamál þeirra með höndum. Einn meðlima SMÁÍS sé 365 miðlar ehf. og komi SMÁÍS fram fyrir hönd félagsins í þessu máli.
Í dómi Hæstaréttar sagði að samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé heimilt að félög eða samtök manna reki í eigin nafni mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna sinna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda samrýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna. Með kröfu um lögbannsgerð væri hvorki leitað viðurkenningar á rétti né lausn undan skyldu. Þegar af þeirri ástæðu gæti SMÁÍS ekki sótt stoð til þessa lagaákvæðis fyrir aðild sinni. Var úrskurður héraðsdóms um að hafna kröfu SMÁÍS því staðfestur.
SMÁÍS var jafnframt gert að greiða Pétri Péturssyni 150.000 krónur í kærumálskostnað. SMÁÍS hafði einnig í Héraðsdómi Reykjaness verði gert að greiða Pétri 375.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti.
SMÁÍS krafðist þess að Sýslumanninum í Keflavík yrði gert að leggja lögbann við því að Pétur Pétursson seldi eða hefði milligöngu um sölu á áskrift að sjónvarpsstöðinni Sky til manna búsettra á Íslandi til notkunar hér á landi. Í beiðni SMÁÍS er greint frá því að hann gæti réttinda rétthafa myndefnis hér á landi og hafi ýmis hagsmunamál þeirra með höndum. Einn meðlima SMÁÍS sé 365 miðlar ehf. og komi SMÁÍS fram fyrir hönd félagsins í þessu máli.
Í dómi Hæstaréttar sagði að samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé heimilt að félög eða samtök manna reki í eigin nafni mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna sinna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda samrýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna. Með kröfu um lögbannsgerð væri hvorki leitað viðurkenningar á rétti né lausn undan skyldu. Þegar af þeirri ástæðu gæti SMÁÍS ekki sótt stoð til þessa lagaákvæðis fyrir aðild sinni. Var úrskurður héraðsdóms um að hafna kröfu SMÁÍS því staðfestur.
SMÁÍS var jafnframt gert að greiða Pétri Péturssyni 150.000 krónur í kærumálskostnað. SMÁÍS hafði einnig í Héraðsdómi Reykjaness verði gert að greiða Pétri 375.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti.