Skvettu úr sér yfir bæjarstjórann!
Veðurguðirnir héldu því fram að það ætti að rigna í Reykjanesbæ á þjóðhátíðardaginn. Þeir ákváðu því að skvetta aðeins úr sér yfir bæjarstjórann og aðra gesti rétt á meðan þjóðfáninn var dreginn að húni í skrúðgarðinum í dag. Þegar fáninn var kominn í hæstu hæðir og karlakórinn búinn að syngja virtust viðurguðirnir sáttir við sitt og skrúfuðu fyrir. Af svipnum á Árna Sigfússyni bæjarstjóra að dæma er hann að fullvissa sig um það að ekkert annað rigningarský sé á leiðinni. Hann (og er þar verið að tala um veðrið) hefur líka hangið þurr í allan dag og vonandi að svo verði einnig í kvöld þegar kvölddagskrá 17. júní fer fram.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson