Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 7. september 2003 kl. 01:23

Skutu endur og gæsir við vinsælt útivistarsvæði

Á mánudagskvöldið kl. 21:03 hringdi landareigandinn á Þóroddsstöðum í Sandgerði og tilkynnti að einhverjir menn væru að skjóta á og við landareign hans án leyfis.  Lögreglumenn fóru á staðinn og fundu bifreið þá sem veiðimennirnir voru á.   Um var að ræða þrjá menn og voru þeir með þrjá haglabyssur á sér.  Í bifreið þeirra voru fjórar gæsir og 6 endur sem þeir sögðust hafa skotið þá skömmu áður. Þeir sögðust hafa fengið leyfi hjá aðila sem býr á Þóroddsstöðum.

Greinilegt var að um misskilning var að ræða varðandi heimildina til að skjóta á landareigninni og var sá misskilningur leiðréttur með símtali við landaeigandann. Er athugað var með skotvopnaleyfi og veiðikort mannanna kom í ljós að tveir þeirra voru ekki með skotvopnaleyfið á sér og tveir þeirra voru ekki með veiðikortið á sér. Við athugun á vopnunum kom í ljós að þeir voru skráðir fyrir þeim.

Staðurinn sem veiðimennirnir voru á telst vera almannafæri þar sem þarna er of stutt í þjóðveg og mannabústaði. Einnig er þarna vinsælt útivistarsvæði ( m.a. golfvöllur). Þar sem aðstæður eru með þessum hætti hefur leyfi frá landeiganda ekkert gildi, en í þessu tilviki var ekki heldur um það að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024