Skútan talin sokkin og skipverja leitað
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Björg frá Rifi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Líf, voru kölluð út á fimmtatímanum í dag eftir að neyðarkall barst frá kanadískri skútu um að hún væri að sökkva 43 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar er kominn á staðinn en að sögn sást einungis brak. Nú er verið að leita að mönnunum í sjónum sem talið er að hafi verið tveir. Björgunarskipin eiga töluverða siglingu eftir á slysstað.