Skúrir og slydduél í dag
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, víða 8-13 m/s. Skúrir eða slydduél víða sunnan- og vestanlands, en þurrt og sums staðar bjart veður norðaustan- og austanlands. Hiti var frá 6 stigum við suðurströndina niður í 2 stiga frost á Kollaleiru við Reyðarfjörð.
Veðurhorfur á Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en vestan 5-10 síðdegis. Hiti 0 til 8 stig.
Af vef Veðurstofunnar. Kortið sýnir veðrið klukkan 15 í dag.