Skúrir og slydda fram á kvöld
Klukkan 6 var suðaustlæg átt á landinu, 5-10 m/s víðast hvar. Skúrir, en skýjað og yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast við suðurströndina, en kaldast við Mývatn.
Veðurhorfur næsta sólarhring: Snýst fljótlega í norðvestan 10-15 m/s. Skúrir og síðar slydduél. Lægir í kvöld og léttir til. Kólnandi veður og hiti í kringum frostmark í kvöld og nótt.