Skúrir og síðar él - Bætir í vind á morgun
Minnkandi A-læg átt norðan og austantil. Rigning A-til en annars úrkomuminna. Snýst smám saman í S og SV 5-13 fyrst SV-til. Él sunnan og vestanlands en styttir upp og léttir til NA til er líður á daginn. Vaxandi SA átt á morgun með rigningu sunnan- og vestanlands. Hiti um frostmark í dag en fer heldur hlýnandi á morgun.
Faxaflói
Sunnan 5-10 m/s. Skúrir og síðar él. Bætir í vind á morgun, suðaustan 15-20 m/s við ströndina síðdegis, en hægari til landsins. Hiti 0 til 5 stig, en kringum frostmark í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 8-13 og él. Vaxandi SA átt á morgun og dálítil rigning. Hiti 1-4 stig í dag en hlýnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan hvassviðri, jafn vel stormur, og rigning eða slydda, en úrkomulítið N-lands. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 0 til 7 stig, svalast NA-lands.
Á laugardag:
Ákveðin suðaustlæg átt og rigning eða slydda, en úrkomulítið N- og A-lands. Kólnar lítið eitt.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Líklega áfram suðlægar áttir. Víða slydda eða rigning, einkum S- og A-lands, og hiti nálægt frostmarki.