Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir í dag
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 09:14

Skúrir í dag

Í morgun klukkan  06 var norðlæg átt, 8-15 m/s norðvestantil, en mun hægari breytileg átt annars staðar. Dálítil rigning eða skúrir, en þurrt að kalla og sums staðar bjart veður austantil. Hiti 1 til 8 stig, svalast í innsveitum austan- og norðaustanlands.

Yfirlit: Skammt út af Norðurlandi er nærri kyrstæð 995 mb lægð og önnur álíka við suðvesturströndina, en yfir Grænlandi er 1013 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðvestan 8-15 m/s vestast á landinu, en annars suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8. Fremur hæg norðvestanátt í nótt, en vestlægari á morgun. Dálítil rigning eða skúrir víða um land, en þurrt að kalla austantil. Léttir til á Suðausturlandi í fyrramálið. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast austantil.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðvestan 3-8 m/s og skúrir, en 5-10 í eftir hádegi. Hægari í nótt. Hiti 5 til 10 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024