Skúrir eða slydduél í dag
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél við Faxaflóa í dag, en vestan 13-18 við ströndina á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s, en hvessir heldur á morgun. Skúrir eða él og hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s, él á stöku stað kalt í veðri, en gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu undir kvöld, fyrst suðvestantil og hlýnar í bili.
Á sunnudag:
Suðvestan hvassviðri eða jafnvel stormur, skúrir og síðar él, en heldur hægari og úrkomulítið NA-til. Snýst í norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum um kvöldið. Kólnandi veður.
Á mánudag:
Vestan og suðvestanátt, él og frost 0 til 7 stig. Vaxandi sunnan átt með slyddu eða rigningu suðvestanlands um kvöldið og hlýnar heldur.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestan átt með éljum og kólnandi veðri.