Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir eða slydduél í dag
Föstudagur 5. apríl 2013 kl. 09:41

Skúrir eða slydduél í dag

Austan 3-10 m/s við Faxaflóa, hvassast syðst. Skúrir eða slydduél, en úrkomulítið fram eftir morgni. Hiti 1 til 6 stig, en vægt næturfrost til landsins.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægur vindur og skýjað. Suðaustan og austan 5-10 eftir hádegi og skúrir eða slydduél síðdegis. Hiti 2 til 6 stig að deginum.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt og bjartviðri, en skýjað NV-til og stöku él. Frost 0 til 6 stig en hiti 0 til 4 stig með SV-ströndinni yfir daginn.

Á þriðjudag:
Suðvestan 3-10 m/s og bjartviðri en vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum síðdegis og þykknar upp með snjókomu N- og NV-lands. Hiti um frostmark, en 0 til 5 stig S-til.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðan 8-15 m/s vestantil en norðvestan 5-13 m/s austantil. Snjókoma eða él um landið norðan og austanvert annars stöku él en bjartviðri syðst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024