Skúrir eða slydduél á morgun
Sunnan 8-13 m/s og skúrir við Faxaflóa. Hægari og úrkomuminna síðdegis. Vaxandi norðaustan átt á morgun, 10-15 m/s síðdegis og skúrir eða slydduél, en hvassara á Snæfellsnesi. Hiti 2 til 7 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-10 m/s og dálitlar skúrir. Hægari vindur síðdegis og úrkomuminna. Vaxandi norðan átt á morgun, 8-15 seint á morgun og stöku slydduél. Hiti 2 til 7 stig, en svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag: Norðan hvassviðri eða jafnvel stormur. Snjókoma fyrir norðan, slydda eða rigning á A-landi en úrkomulítið syðra. Kólnandi veður.
Á þriðjudag: Minnkandi norðanátt, fyrst vestantil á landinu. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, en annars él. Frost um mest allt land.
Á miðvikudag: Hæglætisveður og yfirleitt þurrt. Áfram kalt í veðri, en hlýnar heldur við vesturströndina.
Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu og heldur hlýnandi veðri.