Skúrir eða slydda og kólnandi
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir sunnan 3-8 og dálítilli vætu öðru hverju. Suðvestan 5-10 og skúrir eða slydduél á morgun. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 3-8 m/s og súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 5 til 8 stig. Skúrir eða slydduél og heldur kólnandi á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Vestan og suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél vestantil, en léttskýjað A-lands. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og víða dálítil rigning eða slydda, en þurrt að mestu SA- og A-lands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Breytileg átt og víða rigning, síðan norðaustanátt með slyddu eða snjókomu N- og A-lands. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Norðanátt og él NA- og A-lands, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost um mest allt land.
Á sunnudag og mánudag:
Áfram norðlæg átt og kalt í veðri.