Skúrir, él og slydda
Hálkublettir á Reykjanesi
Næsta sólarhring er búist við vestan 8-13 m/s og skúrum eða éljagangi, en hvassara um tíma við ströndina. Dregur úr vindi og éljum í kvöld og verður hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 10-15 m/s og slydda. Rigna tekur á morgun og verður hiti þá á bilinu 2 til 7 stig.
Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesinu um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, því er um að gera að fara varlega.