Skurðgrafa valt á hliðina
Stjórnandi skurðgröfu var svo óheppinn að missa hana á hliðina í skurði sem hann var að grafa við Grindavíkurafleggjara í dag. Stjórnandanum varð ekki meint af veltunni né heldur mun grafan hafa skemmst þar sem undir var mjúkur jarðvegur. Var grafan rétt við með aðstoð annarrar skurðgröfu á svæðinu. Við Grindavíkurafleggjara er mikið jarðrask um þessar mundir en þar er unnið að framvæmdum við mislæg gatnamót. Er það hluti af þeim miklu framkvæmdum sem nú standa yfir við tvöföldun Reykjanesbrautar.