Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skurðaðgerðir fluttar frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 7. janúar 2009 kl. 15:33

Skurðaðgerðir fluttar frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar



Vaktþjónusta á skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður lögð af, samkvæmt umfangsmiklum skipulagsbreytingum á heilbrigðiskerfinu sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag.  Þess í stað munu skurðaðgerðir sem gerðar hafa verið á St. Josefsspítala í Hafnarfirði flytjast til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Segir í kynningu heilbrigðisráðherra að sérfræðingum og öðru fagfólki á ST. Jósefsspítala stendur til boða að færa starfsemi sína í nýjar skurðstofur í Keflavík. Tvær skurðstofur af nýjustu gerð hafa verið innréttaðar á HSS á sama tíma og skurðstofurnar í Hafnarfirði eru komnar til ára sinna. Umfangsmikil skurðstofustarfsemi er í Hafnarfirði sem samkvæmt þessu verður flutt til Reykjanesbæjar.
Jafnframt á, samkvæmt gögnum heilbrigðisráðherra, að efla bráða- og slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að draga úr þörf á þjónustu slysa- og bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Reykjavík og koma í veg fyrir tvíverknað. Þá verður heilsugæslan kynnt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður sjúklinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024