Skúli sýknaður í Hæstarétti
Skúli „Tyson“ Vilbergsson var í gær sýknaður í Hæstarétti Íslands af ákæru um að hafa slegið kærustu sína með glasi í andlitið á veitingastaðnum Yello í Keflavík. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður fundið Skúla sekan um brotið og dæmt hann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Skúli neitaði ekki fyrir dómi að hafa kastað glasinu í konuna heldur að hafa gert það með ásetningi. Hann hafi misst glasið þegar að kærastan sparkaði í klofið á honum. Héraðsdómur féllst ekki á málsvörn Skúla.
Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Tveir dómarar sögðu að fyrirfram sé ekki unnt að hafna því að að ákærði kunni að hafa brugðist ósjálfrátt við sparki stúlkunnar með þeim hætti að slæma bjórglasinu, sem hann hélt á, í andlit hennar. Þriðji dómarinn, hins vegar að skýringar Skúla á atburðarrásinni fráleitar.
VF-mynd: Skúli Vilbergsson fékk á sínum tíma viðurnefnið „Tyson“ vegna árangur síns í boxhringnum.