Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skuldir Garðs og Grindavíkur undir landsmeðaltali
Sunnudagur 17. apríl 2016 kl. 06:00

Skuldir Garðs og Grindavíkur undir landsmeðaltali

Viðskiptaráð hefur opnað vef þar sem gefst kostur á því að bera saman skatta og gjöld allra sveitarfélaga á landinu. Hægt er að slá inn upplýsingar um búsetu, fjölskyldusamsetningu, tekjur og stærð húsnæðis og finna út hvar hagstæðast er að búa. Hér á landi eru 74 sveitarfélög og í töflunum hér fyrir neðan má sjá samanburð álögum sveitarfélaganna á Suðurnesjum eftir fjölskyldustæð og tekjum.

Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna. Einnig má bera niðurstöður saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði milli ákveðinna sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitarstjórnarstigi. Á vef Viðskiptaráðs má einnig finna yfirlit og samanburð á skuldastöðu allra sveitarfélaga á Íslandi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gjöld og skattar íbúa sveitarfélaga á Suðurnesjum, miðað við önnur sveitarfélög á Íslandi er hægt að sjá hér fyrir neðan. Hægt er að slá inn mismunandi forsendum inn á vef Viðskiptaráðs. Hérna fyrir neðan eru dæmi um þrjr mismunandi fjölskyldustærðir og hvar á Suðurnesjum hagstæðast er að búa.

Foreldrar, eitt barn í leikskóla, eitt í grunnskóla, 100 fm húsnæði, 1.000.000 kr. í mánaðarlaun
Garður 15. sæti
Vogar 36. sæti
Reykjanesbær 42. sæti
Sandgerði 52. sæti
Grindavík 57. sæti

Einstaklingur í 50 fm húsnæði, 400.000 kr. í mánaðarlaun
Grindavík 26. sæti
Garður 29. sæti
Reykjanesbæar 66. sæti
Vogar í 69. sæti
Sandgerði 70. sæti

Sex manna fjölskylda, eitt barn hjá dagmömmu, eitt á leikskóla og tvö í grunnskóla, 180 fm húsnæði og 900.000 kr. í mánaðarlaun
Vogar 3. sæti
Grindavík 20. sæti
Sandgerði 22. sæti
Reykjanesbær 29. sæti
Garður 39. sæti