Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skuldir 399% af árstekjum
Laugardagur 28. ágúst 2010 kl. 08:30

Skuldir 399% af árstekjum


Skuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar nema 399% af árstekjum. Gangi tillögur um breytingar á sveitarstjórnarlögum eftir stefnir í óefni en í þeim er gert ráð fyrir að hlutfall skulda megi ekki verða hærra en 150% af árstekjum.

Þetta segir Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, og kemur fram í bókun sem hann lagði fram á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni.

„Framsókn í Reykjanesbæ vekur athygli á að í 6 mánaða rekstraruppgjöri Reykjanesbæjar 2010 , má glögglega sjá að ekki hefur enn tekist að ná endum saman í rekstri bæjarfélagsins. Vonir um tekjur af þeim verkefnum sem áttu að koma inn hafa ekki ræst. Með áframhaldandi rekstrarhalla stefnir í óefni.
Nú berast fréttir af tillögugerð um breytingar á sveitarstjórnarlögum til að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Samkvæmt þeim fréttum verði hlutfall skulda A og B hluta bæjarfélaga ekki hærri 150% af árstekjum sveitarfélaga.
Framsókn í Reykjanesbæ bendir á að samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar 2009 námu skuldir og skuldbindingar A og B hluta bæjarsjóðs 399% af árstekjum. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hafi hækkað miðað þær upplýsingar sem gefnar eru upp í rekstraruppgjöri fyrstu 6 mánaða 2010,“ segir orðrétt í bókun Kristins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024