Miðvikudagur 30. júní 2010 kl. 16:28
Skrúfað fyrir heita vatnið í kvöld
Vegna vinnu við hitaveitustofnæð verður lokað fyrir heita vatnið í Njarðvík, Keflavík, Sandgerði, Garði og Vogum í kvöld kl. 20 og fram eftir morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HS Veitur hafa sent frá sér. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda.