Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. apríl 2002 kl. 09:25

Skrifstofur á efri hæð Túngötu 1

Nú standa yfir miklar breytingar á efri hæð Túngötu 1 en iðnaðarmenn hafa að undanförnu verið að koma upp skrifstofum á efri hæð húsins. Að sögn Sverris Sverrissonar athafnamanns, og eins eiganda þá er gert ráð fyrir 12 skrifstofum á hæðinni. Hefur hann nú þegar samið um leigu á 9 þeirra sem áætlað er að verði afhentar um mánaðamótin. Í húsinu verður sameiginlegur gangur milli skrifstofa ásamt kaffistofu sem er fullbúin öllum tækjum, en hún verður einnig sameiginleg. Inngangur inn á skrifstofurnar verður frá Tjarnargötu en þar er verið að koma upp stiga sem áætlað er að verði kominn upp á þriðjudag. Sverrir sagði í samtali við Víkurfréttir að þarna yrði einnig staðsett flettiskilti við hlið stigans sem flettir auglýsingum og að framkvæmdum við húsið yrði mjög líklega lokið rétt eftir mánaðamót. Húsið er allt tæpir 600 fermetrar en neðri hæðin er í leigu Kaupás hf. sem rekur Nóatún verslun þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024