Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skrifstofuhótel opnar á Ásbrú
Séð yfir einn salinn í skrifstofuhótelinu. Þarna má sjá vinnuaðstöðu fyrir tólf manns.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 22. október 2020 kl. 07:56

Skrifstofuhótel opnar á Ásbrú

Nýtt skrifstofuhótel á Ásbrú er til húsa við Flugvallarbraut, í húsnæði sem Virkjun var til húsa á sínum tíma.

Nýtt skrifstofuhótel tekur til starfa á Ásbrú í þessari viku. Skrifstofuhótelið er til húsa við Flugvallarbraut, í húsnæði sem Virkjun var til húsa á sínum tíma.

Leigufélagið Ásbrú fasteignir er eigandi skrifstofuhótelsins en á síðustu mánuðum hefur húsnæðið verið tekið rækilega í gegn og endurnýjað. Þar eru í dag nokkur skrifstofurými til útleigu. Bæði er hægt að taka á leigu lokuð skrifstofupláss eða skrifborð í opnu rými.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri Ásbúar fasteigna, sagði í samtali við Víkurfréttir að hugmyndin væri að bjóða aðstöðuna til skólafólks, einstaklinga í atvinnuleit eða fyrirtækja sem vantaði tímabundið aukið skrifstofupláss.

Auk skrifborðs þá hafa leigutakar aðgang að góðri nettengingu, fundarherbergi þar sem er tússveggur, eldhúsi með kaffi og þá eru þrif innifalin í leigunni.

Skólafólk og atvinnuleitendur geta leigt skrifborð með framangreindri aðstöðu fyrir 12.000 krónur (+vsk) á mánuði en fyrirtæki geta leigt skrifborðspláss fyrir 39.900 krónur (+vsk) á mánuði með sömu þjónustu. Þá geta fyrirtæki valið um það að hafa skrifborðið í opnu rými eða sem lokaða skrifstofu.

Skrifstofurnar eru smekklega innréttaðar og þá er leigusalinn í samstarfi við nokkur fyrirtæki sem ætla að lána ýmsan búnað á skrifstofurnar til afnota fyrir skólafólk og atvinnuleitendur. Má þar nefna tölvuskjái og fleira.

Fyrir allar nánari upplýsingar má senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 415 0235 virka daga frá klukkan 9 til 12.

Fundaraðstaða með tússvegg.