Skrifað undir viljayfirlýsingu um orkusölu til Norðuráls
Fulltrúar Norðuráls, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja skrifðuðu í dag undir viljayfirlýsingu um orkusölu vegna stækkunar Norðuráls. Í viljayfirlýsingunni eru nokkrir fyrirvarar þar sem enn á eftir að ljúka umhverfismati og skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar virkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og því er ekki hægt að ganga frá orkusamningi fyrr en þau mál eru í höfn, en frá þessu er greint á mbl.is.