Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrifað undir samninga við 33 félög og klúbba fyrir 37 milljónir
Fimmtudagur 15. apríl 2004 kl. 13:56

Skrifað undir samninga við 33 félög og klúbba fyrir 37 milljónir

Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar (MÍT) skrifaði nýverið undir 15 samninga við félög og klúbba en samtals hafa verið gerðir 33 samningar að upphæð kr. 37.270.000 á árinu 2004. Nokkrir samningar hafa þegar verið undirritaðir á árinu og 12 samningar eru til 3 - 5 ára. Í undirbúningi eru framkvæmdasamningur við Hestamannafélagið Mána um byggingu keppnisbrautar o.fl. að Mánagrund og samningur við KFUM og K um kynningu á félaginu og þátttöku þess í Frístundaskólanum svo eitthvað sé nefnt.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur mikinn áhuga á að gera sambærilega samninga við fleiri félög og klúbba í bæjarfélaginu enda hefur það sýnt sig að um gagnkvæman hagnað er að ræða, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.

Samningar á vegum Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs árið 2004

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar - greiðsluþáttaka v/þjálfaralauna 12 ára og yngri kr. 7.000.000 - árssamningur
Foreldrafélag Tónlistarskólans - umsjón með öskudagsskemmtun - kr. 320.000 - árssamningur
Keflavík, íþr. og ungm. félag - rekstur íþrótta- og leikjanámskeiða - kr. 920.000 - árssamningur
Ungmennafélag Njarðvíkur - rekstur íþrótta- og leikjanámskeiða/knattspyrnuskóli - k. 200.000 - árssamningur
Keflavík, íþr. og ungm. félag - rekstur sundnámskeiða - gjaldfærð afnot
Ungmennafélag Njarðvíkur  - rekstur sundnámskeiða - gjaldfærð afnot
Íþróttafélögin Keflavík og UMFN - umsjón skemmtidagskrár 17. júní kr. 3.000.000 - árssamningur
Siglingafélagið Knörr - rekstur siglinganámskeiða - 300.000 - árssamningur
Golfklúbbur Suðurnesja - rekstur og umsjón púttvalla kr. 600.000 - árssamningur
Hestamannafélagið Máni reiðnámskeið og fl. kr. 800.000 - árssamningur
Hestamannafélagið Máni - verksamningur v/uppb. Mánagrundar kr. 1.000.000 - árssamningur
Púttklúbbur Suðurnesja - húsaleigustyrkur (framkv. sj. aldraðra) kr. 150.000 - árssamningur
Sportköfunarskóli Íslands - kynning á sportköfun fyrir ungmenni kr. 150.000 - árssamningur
Björgunarsveitin Suðurnes - flugeldasýningar, gæsla og umsjón þrettándabrennu kr. 950.000 - ótímabundinn
Viðar Oddgeirsson - upplýsingaöflun o.fl. vegna íþróttaminjasafns kr. 150.000 - árssamningur
Leikfélag Keflavíkur - umsjón skemmtidagskrár á þrettándanum kr. 330.000 - árssamningur
Hnefaleikafélag Reykjaness - greiðsluþátttaka vegna húsaleigu kr. 900.000 - ársssamningur
Pílukastfélag Reykjanesbæjar - kynning á pílukasti kr. 150.000 - árssamningur
Flugmódelfélag Suðurnesja - kynning á flugmódelsporti kr. 150.000 - árssamningur
Keflavík - knattspyrnudeild - rekstur íþróttavalla í keflavík kr. 8.200.000 - 5 ára samningur
Keflavík - knattspyrnudeild - umsjón með kjallara Sundmiðstöðvar kr. 3.800.000 - 5 ára samningur
UMFN - knattspyrnudeild - rekstur íþróttavalla í Njarðvík kr. 2.370.000 - 5 ára samningur
UMFN - knattspyrnudeild - umsjón með íþróttavallarhúsi kr. 1.400.000 - 5 ára samningur
Keflavík - köfuknattleiksdeild - auglýsing á parketgólf Sunnubraut kr. 250.000 - 4 ára/1 millj.
UMFN - körfuknattleiksdeild - auglýsing á parketgólf íþróttahússins í Njarðvík kr. 400.000 - 4 ára/1 millj.
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ - menningarsamningur kr. 300.000 - 3 ára samningur
Leikfélag Keflavíkur - menningarsamningur kr. 300.000 - 3 ára samningur
Karlakór Keflavíkur - menningarsamningur kr. 300.000 - 3 ára samningur
Kvennakór Suðurnesja - menningarsamningur kr. 300.000 - 3 ára samningur
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar - menningarsamningur kr. 300.000 - 3 ára samningur
Skátafélagið Heiðabúar - rekstur smíðavallar kr. 450.000 - árssamningur
Skátafélagið Heiðabúar -Þjónustusamningur 1.030.000 - árssamningur
Skotdeild Keflavíkur - verksamningur v/uppbyggingar á skotsvæði kr. 500.000 4 ára/2 millj.

Meðfylgjandi öllum samningum er sérstakt eyðublað sem félögunum ber að senda til mÍT á tilteknum tíma þar sem fram koma m.a. upplýsingar um þátttöku bæjarbúa, menntun leiðbeinenda, kostnað viðkomandi félags og annað sem samningsaðilar vilja taka fram. Þetta eru ómetanlegar upplýsingar fyrir MÍT ráðið þegar meta skal hvernig til hefur tekist og hvort ástæða er til að mæla með endurnýjun eða endurskoðun samninga við gerð fjárhagsáætlunar.

MÍT hvetur klúbba ob félög í Reykjansebæ, sem sett hafa sér markmið um almenna þátttöku bæjarbúa, fagleg vinnubrögð og öflugt forvarnarstarf að senda MÍT hugmyndir um samvinnu við Reykjanesbæ t.d. með samningum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024