Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrifað undir samning við Skáta
Þriðjudagur 30. mars 2004 kl. 19:42

Skrifað undir samning við Skáta

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð (MÍT) hefur skrifað undir samning við skátafélagið Heiðabúa til eins árs og er heildarfjárhæð samningsins kr. 1.480.000
Með samningnum er kveðið á um áherslur varðandi skátastarf í Reykjanesbæ og gagnkvæmar skyldur Reykjanesbæjar og Heiðabúa varðandi útfærslu á barna- og unglingastarfi og öðru starfi á vegum skátafélagsins.  Samningurinn mótar stefnu í framkvæmd barna- og unglingastarfs á vegum félagsins á gildistíma hans. 
Skátafélagið mun sýna fram á árangur af starfseminni í ársskýrslu með samanburði við upphafleg markmið.
Við undirritun samningsins skulu Heiðabúar leggja fram áætlun til þriggja ára um helstu verkefni og áherslur í barna- og unglingastarfi á tímabilinu. Félagið skal í áætlunum sínum setja fram skýr markmið um starfsemina, tillögur að settu marki og hvernig skuli staðið að mati á árangri.  Áætlunin skal endurskoðuð í september ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins.

Samningurinn var samþykktur í bæjarstjórn þriðjudaginn 16. mars n.k, en frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024