Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skötustemmning um allan bæ
Föstudagur 23. desember 2005 kl. 13:36

Skötustemmning um allan bæ

Það er mikil skötustemmning um öll Suðurnesin og hefur frést af mörgum stórum skötuveislum í Njarðvík, Keflavík, Garði, Sandgerði og í Grindavík.

Margir nýttu sér skötuveislu þeirra Axels Jónssonar og Haraldar Helgasonar, veitingamanna en þeir sameinuðust með skötu og sjávarréttahlaðborð í Stapanum í hádeginu á Þorláksmessu. Var margt um manninn og var stemmningin góð undir ljúfri og lifandi harmonikkutónlist.. Flestir fengu sér kæsta skötu að hætti þeirra félaga og feiti út á sem matreiðslumennirnir Ási Páls og Villi Reynis báru rjúkandi í potti á milli borða. Sumir létu sér nægja að fara í saltfiskinn og annað sjávarmeti sem var á hlaðborðinu og enduðu jafnvel á grjónagraut, möndlugrautnum ógurlega. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Stapa í hádeginu.

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024