Skötuselur var það heillin
Heldur rólegt var hjá netabátunum fram undir lok september. Aflakóngarnir á Erling KE byrjuðu nokkuð vel og fóru tvisvar sinnum yfir 60 tonn í löndum. Meginþorri aflans var ufsi. Erling er aflahæstur netabáta með rúm 190 tonn í sjö róðrum.
Ársæll Sigurðsson HF hefur gert út á skötusel frá Sandgerði, eftir að hafa verið á ýsukroppi. Skötuselurinn gaf sig heldur betur því báturinn kom með 10 tonn að landi í fyrsta róðri, allt skötusel sem mörgum þykir herramannsmatur. Aflavefurinn www.aflafrettir.com greinir frá þessu.