Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skötulykt um allan bæ
Sunnudagur 23. desember 2007 kl. 15:06

Skötulykt um allan bæ

Það ilmar af skötulykt um allan bæ og fjöldi fólks sækir nú skötuveislur í heimahúsum, í fyrirtækjum og á veitingastöðum. Sigurbjörn Sigurðsson og hans fólk á Kaffi Duus afgreiddi í hádeginu á annað hundrað manns og stóð til að skötuveislan yrði í allan dag og von á miklum fjölda í kvöld.


Skatan á Duus var mjög ljúffeng, sumum fannst hún eilítið sölt og sumum ansi kæst en þeir vönu sögðu hana passlega. Sem sagt; margar skoðanir á bragði skötunnar eins og vera ber á Þorláksmessu. Þeir sem vilja vera með í stemmingunni en borða ekki þennan vinsæla mat gátu fengið sér plokkfisk eða saltfisk ásamt öðru góðgæti eins og síld og harðfisk. Bói veitingamaður gekk með brennivínsflöskuna og hellti í staup. Það þykir sumum ómissandi með þessum mat, að fá íslensk og ískalt brennivín. Það er því ljóst að tugir tonna af skötu renna niður í maga Suðurnesjamanna í dag og svo er það lyktin. Fréttamaður Víkurfrétta kom við á pósthúsinu og fékk spurningu sem án efa verður ein vinsælasta í dag: "Varstu í skötu, það finnst á lyktinni".

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024