Skotmaðurinn fundinn
Fimmtán ára piltur hefur viðurkennt að hafa skotið með loftriffli á strætisvagn í Keflavík fyrr í vikunni. Formleg yfirheyrsla hefur ekki farið fram yfir piltinum en hann telst sakhæfur þar sem hann hefur náð fimmtán ára aldri. Í viðtali við lögreglu gekkst drengurinn við að vera eigandi loftriffilsins en sagði að ætlunin hafi verið að skjóta á ljósastaura, ekki bíla. Lögreglan lagði hald á tvær loftskambyssur, loftriffil og kúlur hjá drengnum en rannsóknarlögreglan í Keflavík mun annast framhaldsrannsókn málsins.