Skorar á Kolfinnu að snúa heim

Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans í Garði skorar á Kolfinnu S. Magnúsdóttur að snúa heim eða segja ella af sér  sem bæjarfulltrúi og þannig lúta vilja meirihluta íbúa Garðs, sem kusu hana í síðustu kosningum til starfa fyrir D-lista og stefnu hans. Þetta kemur fram í grein sem Einar Jón skrifar á vef Víkurfrétta í dag.
„Einnig mætti hugsa sér að þeir sem skipa lista þann sem hafa íbúalýðræði mjög ofarlega á stefnuskrá sinni hlusti á vilja íbúa og hefji samstarf með D-listanum. Vilji er allt sem þarf,“ sagir Einar Jón í grein sinni.
Í nýlegu viðtali Víkurfrétta hrósar Kolfinna  Einari Jóni, sem þá var forseit bæjarstjórnar, sem hún segir hafa verið gríðarlega mikilvægan í samstarfi bæjarfulltrúa D-listans og hann hafi hlustað á öll sjónarmið, m.a. innan skólasamfélagins. 
Samkvæmt bréfinu sem Einar Jón skrifar í Víkurfréttir í dag á Kolfinna og félagar hennar í nýjum meirihluta í Garði næsta leik.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				