Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fréttir

Skorar á atvinnurekendur í Reykjanesbæ að ráða ungmenni til starfa
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 22. júní 2025 kl. 06:57

Skorar á atvinnurekendur í Reykjanesbæ að ráða ungmenni til starfa

Helga Jóhanna Oddsdóttir, íbúi og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hefur sent frá sér áskorun til atvinnurekenda í sveitarfélaginu þar sem hún hvetur fyrirtæki og stofnanir til að bjóða 16–17 ára ungmennum sumarstörf.

Í erindinu bendir hún á að þessi aldurshópur standi oft á milli skips og bryggju – of ungur fyrir flest almenn störf og of gamall fyrir vinnuskólann. Samkvæmt upplýsingum frá Tómstundamiðstöð Reykjanesbæjar eru um 50 ungmenni á aldrinum 16–17 ára án atvinnu í sumar, og hefur staðan sjaldan eða aldrei verið erfiðari.

„Iðjuleysi er mjög hættulegt þessum hópi,“ segir Helga Jóhanna og bendir á að félagsleg einangrun og áhættuhegðun geti aukist. Hún hvetur fyrirtæki til að bjóða jafnvel hlutastörf í nokkrar vikur og gefa þannig ungmennum tækifæri til vaxtar og þroska.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Laus störf má tilkynna beint til Helgu Jóhönnu, sem tengir ungmennin við atvinnurekendur – að eigin frumkvæði og ekki á vegum sveitarfélagsins.

[email protected]
Sími: 860-5212