Mánudagur 12. desember 2005 kl. 14:02
Skorað á utanríkisráðuneytið í olíutankamáli
Á fundi Bæjarstjórnar Garðs í síðustu viku var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:
„Bæjarstjórn Garðs skorar á Utanríkisráðuneytið að það beiti sér fyrir að olíufélögin fái aðgang að olíutönkum innan varnarsvæðis í Helguvík til að draga úr olíuflutningum á Reykjanesbrautinni.“