Skorað á heilbrigðisráðuneytið
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 4. maí sl. eftirfarandi áskorun til heilbrigðisráðuneytisins um byggingu hjúkrunarheimilis:
Bæjarstjórn styður samhljóða umsókn Reykjanesbæjar til heilbrigðisráðuneytisins um framkvæmdarleyfi til byggingar hjúkrunarheimilis í bænum. Þörf fyrir hjúkrunarrými á svæðinu er mjög brýn og óviðunandi að í fimmta stærsta sveitarfélagi á Íslandi sé ekkert hjúkrunarheimili. Skorað er á heilbrigðisráðherra að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir hjúkrunarheimili sem komi m.a. í stað hjúkrunarrýma sem upphaflega skyldu nýtt í D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Á meðan byggingu hjúkrunarheimilis stendur ber Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að leysa brýnasta vandann.
Björk Guðjónsdóttir, Böðvar Jónsson, Steinþór Jónsson, Sigríður J. Jóhannesdóttir, Þorsteinn Erlingsson, Kjartan M. Kjartansson, Sveindís Valdimarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen, Jóhann Geirdal, Árni Sigfússon.
Bæjarstjórn styður samhljóða umsókn Reykjanesbæjar til heilbrigðisráðuneytisins um framkvæmdarleyfi til byggingar hjúkrunarheimilis í bænum. Þörf fyrir hjúkrunarrými á svæðinu er mjög brýn og óviðunandi að í fimmta stærsta sveitarfélagi á Íslandi sé ekkert hjúkrunarheimili. Skorað er á heilbrigðisráðherra að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir hjúkrunarheimili sem komi m.a. í stað hjúkrunarrýma sem upphaflega skyldu nýtt í D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Á meðan byggingu hjúkrunarheimilis stendur ber Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að leysa brýnasta vandann.
Björk Guðjónsdóttir, Böðvar Jónsson, Steinþór Jónsson, Sigríður J. Jóhannesdóttir, Þorsteinn Erlingsson, Kjartan M. Kjartansson, Sveindís Valdimarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen, Jóhann Geirdal, Árni Sigfússon.