Skora á þingmenn að styðja frumvarp um Helguvíkurhöfn
Bæjarráð Garðs skorar á þingmenn Suðurkjördæmis, þá Oddnýju G. Harðardóttur, Atla Gíslason og Margrét Tryggvadóttir, að styðja frumvarp þingmannsins Árna Johnsen og fl. um breytingar á hafnarlögum svo ríkið komi að kostnaði við uppbyggingu hafnar í Helguvík á sambærilegan hátt og gert hefur verið við aðrar stórskipahafnir á liðnum árum.
Bókun þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs á miðvikudag.