Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Skora á sjávarútvegsráðherra vegna makrílveiða
  • Skora á sjávarútvegsráðherra vegna makrílveiða
Föstudagur 19. september 2014 kl. 10:08

Skora á sjávarútvegsráðherra vegna makrílveiða

– veiðarnar efla og hleypa lífi í smærri byggðarlög

Bæjarráð Garðs lýsir yfir stuðningi við makrílveiðar smábáta og skorar á sjávarútvegsráðherra að endurskoða þá ákvörðun að stöðva veiðarnar. Veiðar á makríl sem veiddur er á færi á grunnslóð og við ströndina fer allur til vinnslu í landi og skapar þannig fjölmörg störf.

Bæjarráð Garðs skorar á sjávarútvegsráðherra að heimila makrílveiðar smábáta áfram og hvetur ráðherra til að auka hlutfall þess magns sem veitt verður á færi þar sem veiðarnar efla og hleypa lífi í smærri byggðarlög vítt og breitt um landið samhliða aukningu á hágæða hráefni til manneldis.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs mun svo taka tillöguna fyrir á næsta fundi sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024