Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skólum lokað vegna kaldavatnsleysis
Fimmtudagur 13. október 2016 kl. 06:00

Skólum lokað vegna kaldavatnsleysis

Leik- og grunnskólar í Reykjanesbæ verða lokaðir til klukkan 10 í dag vegna kaldavatnsleysis. Lokað var fyrir kalda vatnið í gærkvöld klukkan 22:00 vegna framkvæmda við Hafnaveg. Áætlað er að það verði aftur komið á og fullur þrýstingur eigi síðar en klukkan 11:00 í dag. Þetta á við um alla grunn- og leikskóla í Reykjanesbæ að skólum á Ásbrú undanskildum.

Foreldrum er þó bent á að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðum og fésbókarsíðum skólanna því skólastarf mun hefjast um leið og kalda vatnið verður sett á aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024