Skölluðu þak bifreiðar
Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að þeir höfðu kastast upp í loft bifreiðar sem ekið var yfir hraðahindrun á 50 km. hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Um var að ræða farþega sem báðir sátu í aftursæti bifreiðarinnar. Kenndu þeir eymsla í hálsi og höfði og voru fluttir með sjúkrabifreið á HSS.
Þá urðu tvö umferðaróhöpp þar sem fjórhjól komu við sögu. Annað þeirra hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaðurinn lítillega. Ökumaður hins hjólsins var að taka beygju þegar hann misssti stjórn á því með þeim afleiðingum að annað framhjól þess lenti á afturbretti bifreiðar.