Skólinn angaði af fiskilykt
Það var mikið um að vera í náttúrufræði hjá 9. bekk í Holtaskóla á dögunum. Nemendur höfðu fengið gefins fisk frá Fiskmarkaði Suðurnesja sem þau áttu svo að kryfja í tíma.
Skólinn angaði því af fiskilykt, sem lagðist misvel í nemendur. Krakkarnir skoðuðu innyfli fiskana sem voru af öllu stærðum og gerðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Myndarlegur steinbítur sem á að kryfja.


Þessi virðist áhugasamur.


Þessi nemandi virðist vera með handtökin á hreinu.





