Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólaþing haldið í Garði
Föstudagur 25. október 2013 kl. 09:48

Skólaþing haldið í Garði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti nýverið að haldið verði áfram að þróa og bæta skólastefnu sveitarfélagsins. Í framhaldi af samþykktinni hefur verið skipaður sérstakur stýrihópur sem heldur utan um verkefnið. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir á vef Garðs að ágæt skólastefna hafi verið unnin fyrir nokkrum árum og gilti hún fyrir árin 2007 – 2010. Nú er unnið að endurskoðun hennar og stigin verða næstu skref.

Stýrihópur um skólastefnu hefur ákveðið að boða til sérstaks skólaþings dagana 11. og 13. nóvember 2013. Unnið verður með öllum nemendum leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla mánudaginn 11. nóvember.  Miðvikudaginn 13. nóvember er öllum þeim sem hafa hagsmuni og áhuga á skólastarfi boðið til skólaþings, sem hefst þann dag kl. 17:30 í Gerðaskóla.

Stýrihópur um skólastefnu hvetur jafnframt Garðbúa til að mæta til skólaþings og hafa þannig áhrif á stefnumótum í skólamálum í Garði fyrir næstu ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024