Skólasvæði óbreytt í Reykjanesbæ
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að skólasvæði Reykjanesbæjar verði óbreytt og vísaði í bókun ráðsins frá 31. maí s.l. Foreldrar og forráðamenn eiga rétt á að fá nemendur flutta úr fjölmennum bekkjardeildum í fámennari bekkjardeildir á öðrum skólasvæðum leiði slíkt ekki til aukin kostnaðar. Fái nemandi heimild til að sækja skóla á öðru skólasvæði en hann er búsettur í skal hann jafnframt eiga rétt á að ljúka námi í viðkomandi skóla. Nemendur sem búsettir eru á viðkomandi skólasvæði skulu þó eiga forgang í grunnskóla viðkomandi svæðis.