Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólastjóri hættir eftir 30 ára starf við skólann
Mánudagur 2. júní 2008 kl. 10:08

Skólastjóri hættir eftir 30 ára starf við skólann

Gunnlaugur Dan Ólafsson lætur af störfum skólastjóra Grunnskólans í Grindavík eftir 30 ára starf við skólann. Gunnlaugur starfaði fyrstu tvö árin sem kennari við skólann uns hann tók við sem skólastjóri.


„Að vel athuguðu máli hefur það orðið mín niðurstaða að láta hér staðar numið. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hér er nú þegar um ónvenjulangan starfsaldur að ræða í starfi skólastjóra og tímabært að annar stjórnandi taki við að leiða starfið. Ég mun þó starfa í eitt ár í sérstökum verkefnum á sviði skólamála fyrir Grindavíkurbæ. Á þann hátt mun eg halda nokkrum tímabundnum tengslum við skólastarfið. Um þessa ákvörðun ríkir full sátt á milli mín og bæjaryfirvalda í Grindavík,“ segir Gunnlaugur m.a. í pistli sem hann skrifar í fréttabréfi skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd: http://skolinn.grindavik.is