Skólastjórar hætta vegna launalækkana
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri grunnskólans í Gerðahreppi á Suðurnesjum hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Þeir telja að þeir verði af 20-25% af þeim tekjum sem þeir hafa haft vegna þess að sveitarstjórnin telur sig vera bundin af kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands við Launanefnd sveitarfélaga. Af þeim sökum sé þeim ekki heimilt að semja um viðbótarlaun eins og áður. Þorsteinn Sæberg fyrrverandi formaður Skólastjórafélagsins segir það sé rangt að ekki sé hægt að gera viðbótarsamninga við skólastjóra og bendir á að kjarasamningurinn kveður aðeins á um lágmarkslaun. Það sé því ekkert sem bannar að menn semji um meiri laun en þar sé kveðið á um. Hann segist einnig vita dæmi um að sveitarstjórnir hafi gert viðbótarsamninga við skólastjóra.
Sigurður Jónsson sveitarstjóri Gerðahrepps segir að þessar uppsagnir hefðu komið á óvart og undrast það óþol sem virðist hafa gætt í ákvörðun þeirra. Hann segir að stöðurnar verði auglýstar innan skamms en skólastjórnendurnir hætta annars vegar um áramót og hins vegar í byrjun marsmánaðar n.k. Um 220 nemendur eru í grunnskóla Gerðahrepps.
Frétt af Vísir.is.
Sigurður Jónsson sveitarstjóri Gerðahrepps segir að þessar uppsagnir hefðu komið á óvart og undrast það óþol sem virðist hafa gætt í ákvörðun þeirra. Hann segir að stöðurnar verði auglýstar innan skamms en skólastjórnendurnir hætta annars vegar um áramót og hins vegar í byrjun marsmánaðar n.k. Um 220 nemendur eru í grunnskóla Gerðahrepps.
Frétt af Vísir.is.