Skólastjórar Gerðaskóla segja upp vegna skerðingar á kjörum
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Gerðaskóla hafa sagt upp störfum hjá skólanum. Ástæðan fyrir uppsögnum þeirra er skerðing sem orðið hefur á kjörum þeirra. „Laun okkar hafa lækkað um þó nokkra tugi þúsunda á mánuði eftir kjarasamningana sem gerðir voru í vor“, segir Einar V. Arason skólastjóri.
Launanefnd sveitarfélaga og Kennarsamband Ísland og skólastjórafélag Íslands hafa mismunandi túlkun á kjarasamninga skólastjóra en launanefnd sveitarfélaga segir það óheimilt að semja um viðbót við grunnlaun skólastjóra. Skólastjórafélag Íslands er ósammála þessu og segir ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög geri viðbótarsamninga við skólastjóra. Samningarnir voru gerðir í vor en skólastjórnendur Gerðaskóla ákváðu að bíða átekta enda voru þeir bjartsýnir á að úr leystist. Þeim varð hins vegar ljóst nú í haust að kjör þeirra myndu ekki verða leiðrétt og gripu því til þess ráðs að segja upp störfum. „Við þyrftum ekki nema að bæta við 6-8 yfirvinnutímum á viku sem almennir kennarar til að komast í sömu laun og við erum með núna en ábyrgð og umfang vinnu skólastjóra jókst til muna við síðustu samninga“, segir Einar. Skólastjórar víða af landinu hafa tjáð þeim að þeir hafi gert samninga við sveitarstjórnir í þeirra sveitarfélagi þar sem kveðið er á um viðbót við launin. Einar V. Arason skólastjóri hættir um áramót en Jón J. Ögmundsson aðstoðarskólastjóri hættir í lok febrúar á næsta ári.
Staða skólastjóra í Gerðaskóla hefur verið auglýst í Morgunblaðinu og á fleiri stöðum. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra hafa nokkrar fyrirspurnir um starfið borist en enn hafa engar umsóknir verið lagðar inn. „Við teljum okkur skuldbundna af þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaga gerði og teljum að skólastjórarnir ættu að reka sín mál í gegn um skólastjórafélagið og við launanefd sveitarfélaga“, segir Sigurður. „Við erum að borga eftir þeim samningum sem skólastjórafélagið samdi um og getum ekki gert neina viðbótarsamninga.“ Sigurður segist hafa heyrt af því að sveitarfélög geri viðbótarsamninga við skólastjóra en ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Það er mjög erfitt að fá fólk í þessa stöðu á miðju skólaári, það er ekki margir á lausu en það er þegar byrjað að spyrja og maður veit ekki hvernig þróunin verður.“
Launanefnd sveitarfélaga og Kennarsamband Ísland og skólastjórafélag Íslands hafa mismunandi túlkun á kjarasamninga skólastjóra en launanefnd sveitarfélaga segir það óheimilt að semja um viðbót við grunnlaun skólastjóra. Skólastjórafélag Íslands er ósammála þessu og segir ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög geri viðbótarsamninga við skólastjóra. Samningarnir voru gerðir í vor en skólastjórnendur Gerðaskóla ákváðu að bíða átekta enda voru þeir bjartsýnir á að úr leystist. Þeim varð hins vegar ljóst nú í haust að kjör þeirra myndu ekki verða leiðrétt og gripu því til þess ráðs að segja upp störfum. „Við þyrftum ekki nema að bæta við 6-8 yfirvinnutímum á viku sem almennir kennarar til að komast í sömu laun og við erum með núna en ábyrgð og umfang vinnu skólastjóra jókst til muna við síðustu samninga“, segir Einar. Skólastjórar víða af landinu hafa tjáð þeim að þeir hafi gert samninga við sveitarstjórnir í þeirra sveitarfélagi þar sem kveðið er á um viðbót við launin. Einar V. Arason skólastjóri hættir um áramót en Jón J. Ögmundsson aðstoðarskólastjóri hættir í lok febrúar á næsta ári.
Staða skólastjóra í Gerðaskóla hefur verið auglýst í Morgunblaðinu og á fleiri stöðum. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra hafa nokkrar fyrirspurnir um starfið borist en enn hafa engar umsóknir verið lagðar inn. „Við teljum okkur skuldbundna af þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaga gerði og teljum að skólastjórarnir ættu að reka sín mál í gegn um skólastjórafélagið og við launanefd sveitarfélaga“, segir Sigurður. „Við erum að borga eftir þeim samningum sem skólastjórafélagið samdi um og getum ekki gert neina viðbótarsamninga.“ Sigurður segist hafa heyrt af því að sveitarfélög geri viðbótarsamninga við skólastjóra en ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Það er mjög erfitt að fá fólk í þessa stöðu á miðju skólaári, það er ekki margir á lausu en það er þegar byrjað að spyrja og maður veit ekki hvernig þróunin verður.“