Skólastarf hafið á Suðurnesjum
-Fyrstu bekkingar stíga sín fyrstu skref
Skólasetningar og skólastarf er nú hafið í grunnskólum á Suðurnesjum. Stór árgangur er að hefja skólagöngu í Reykjanesbæ en hann er einn sá stærsti um langt árabil. Nýtt skólahúsnæði verður tekið í notkun við Dalsbraut í Dalshverfi en hann er viðbót við Akurskóla og er ætlaður fyrir 1.-3. bekk.
Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Garður og Sandgerði bjóða nemendum sínum upp á ókeypis námsgögn og ritföng sem hefur vakið mikla ánægju hjá nemendum og foreldrum.