Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólastarf að byrja á Suðurnesjum
Mánudagur 24. ágúst 2009 kl. 10:14

Skólastarf að byrja á Suðurnesjum

Skólastarf er að hefjast þessa dagana á Suðurnesjum. Skólasetningar eru í dag, morgun og miðvikudag. Flestir grunnskólar Suðurnesja eru settir í dag en Grunnskóli Grindavíkur verður settur á morgun og Grunnskóli Sandgerðis á miðvikudaginn.

Þegar skólarnir byrja fjölgar ungum vegfarendum mikið og því ástæða til að hvetja ökumenn til að fara varlega og hafa sérstakar gætur á unga fólkinu sem nú er að stíga sín fyrstu skref í umferðinni.

Efri mynd: Þessir ungu menn veltu vöngum yfir stundatöflunni í Myllubakkaskóla í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Neðri mynd: Brynja Árnadóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla, setti skólann í morgun.