Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólar Garðs þarfnast stækkunar
Laugardagur 6. janúar 2018 kl. 06:00

Skólar Garðs þarfnast stækkunar

Stækka þarf leikskólann í Garðinum og bæta aðstöðu hans, samkvæmt föstudagspistli Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Garðs.
Íbúum sveitarfélagsins fjölgar jafnt og þétt og þá þarf að huga að innviðum bæjarins og þjónustu við íbúa. Leikskóli bæjarins er nú þegar fullnýttur og fer því að líða að stækkun hans svo að öll börn sem eru komin á leikskólaaldur fái leikskólavist. Einnig þarf að hefja undirbúning að stækkun grunnskólans en á komandi árum mun nemendum við hann fjölga.
Unnið var að deiliskipulagi fyrir tvö ný íbúðarsvæði á síðasta ári og stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrri hluta ársins en mikil eftirspurn er eftir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024