Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. desember 2001 kl. 08:40

Skólanefnd Gerðaskóla mælir með Ernu

Skólanefnd Gerðaskóla mælir einróma með ráðningu Ernu M. Sveinbjarnardóttur í stöðu Gerðaskóla í Garði.
Fjórir sóttu um stöðu skólastjóra sem auglýst var ásamt stöðu aðstoðarskólastjóra eftir að skólastjórnendur sögðu upp vegna óánægju með launakjör. Enginn sótti um stöðu aðstoðarskólastjóra en einn umsækjandi sótti um þá stöðu til vara með skólastjóraumsókninni. Nefndin frestaði þeirri afgreiðslu.
Tillaga skólanefndar verður afgreidd á aukafundi hreppsnefndar á mánudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024