Skólamatur og MSS í samstarf
Skólamatur ehf., Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og Starfsafl, starfsmenntunarsjóður Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, gerðu, í lok nóvember, með sér samstarfssamning um starfsmannaráðgjöf. Verkefnið felur í sér gerð starfsmannahandbókar sem mun nýtast jafnt við móttöku nýrra starfsmanna sem og fyrir þá eldri og reyndari. Í tilkynningu frá samstarfsaðilunum kemur fram að meginmarkmiðin með starfsmannahandbókinni séu að styrkja fyrirtækið og starfsmenn þess og skerpa sameiginlega sýn starfsmanna og stjórnenda.
Ráðgjafi frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum mun vinna að verkefninu í samstarfi við Fannýju Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Skólamatar. Verkefnið er styrkt af Starfsafli.
Skólamatur ehf. og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hafa átt í mjög góðu samstarfi á árinu og hefur sameiginlega verið útbúin ítarleg og öflug fræðslustefna fyrir fyrirtækið. Námskeið og fræðsla mun verða áberandi þáttur í starfi fyrirtækisins og verður fræðsluþörfum núverandi starfsmanna og nýliða sinnt á sem bestan hátt hverju sinni.
Á myndinni má sjá Svein Aðalsteinsson forstöðumann Starfsafls, Fannýju Axelsdóttur framkvæmdastjóra Skólamatar ehf. og Birnu Jakobsdóttur ráðgjafa hjá MSS.
Ráðgjafi frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum mun vinna að verkefninu í samstarfi við Fannýju Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Skólamatar. Verkefnið er styrkt af Starfsafli.
Skólamatur ehf. og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hafa átt í mjög góðu samstarfi á árinu og hefur sameiginlega verið útbúin ítarleg og öflug fræðslustefna fyrir fyrirtækið. Námskeið og fræðsla mun verða áberandi þáttur í starfi fyrirtækisins og verður fræðsluþörfum núverandi starfsmanna og nýliða sinnt á sem bestan hátt hverju sinni.
Á myndinni má sjá Svein Aðalsteinsson forstöðumann Starfsafls, Fannýju Axelsdóttur framkvæmdastjóra Skólamatar ehf. og Birnu Jakobsdóttur ráðgjafa hjá MSS.