Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólabúningar í Gerðaskóla?
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 13:07

Skólabúningar í Gerðaskóla?

Fram kom á fundi Skólanefndar Garðs í gær að könnun hafi verið gerð á meðal foreldra um hvort taka ætti upp notkun á skólabúningum í Gerðaskóla. Þátttakan í könnuninni var góð að því er fram kemur á vefsíðu Garðs í dag en 72% foreldra svöruðu.

Niðurstaðan varð sú að 82% þátttakend vilja hafa skólabúninga en fram kom á fundinum að skólabúningar yrðu ekki til aukins kostnaðar við Gerðaskóla þar sem nemendur þyrftu að greiða fyrir búningana að fullu.

Á sama fundi var einnig upplýst að könnun hafi farið fram á meðal foreldra hvort þeir vildu fá aðstöð fyrir börnin við heimanám gegn greiðslu. Ákveðið var í framhaldi af því að bjóða uppá heimanám gegn greiðslu frá foreldrum. Í ljós kemur á næstu dögum hvernig þátttakan verður.

VF-mynd/ erlendur skólabúningur


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024