Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólabörn aðstoða lögregluna
Mánudagur 29. desember 2008 kl. 10:16

Skólabörn aðstoða lögregluna



Grunnskólabörn á Suðurnesjum hópuðust á lögreglustöðina í Keflavík fáeinum dögum fyrir jól til þess að aðstoða lögregluna. Aðstoðin fólst í að draga verðlauna úr potti með nöfnum þátttakenda í árlegri umferðargetraun lögreglunnar.

Umferðargetraunin er lögð fyrir börn í yngri bekkjum grunnskólana. Hin heppnu fá síðan lögregluna í heimsókn á aðfangadag, þar sem lögreglan færir hinum heppnu myndarlega gjöf.

Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum sem aðstoðaði lögregluna nú í desember.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024