Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skógræktarsvæðið verði stækkað
Þriðjudagur 6. nóvember 2007 kl. 16:33

Skógræktarsvæðið verði stækkað

Umhverfisnefnd Voga vill að skógræktarsvæðið við Háabjalla verði stækkað til norðurs meðfram bjallanum þannig að það nái að undirgöngunum og jafnvel áfram vestan við þau, einnig til suðurs að mörkum lands Grindavíkur. Þetta kemur fram í síðustu fundargerð nefndarinnar.
Það segir að búast megi við auknum áhuga á trjárækt vegna bindingar koltvíoxíðs og því gæti þurft meira rými til næstu 20 ára. Ekki sé æskilegt að gróðursetja of þétt, heldur að hafa opin rjóður víða inn á milli þannig að skógræktarsvæðin henti vel til útivistar.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024